Dreymir börnin halda grátandi í móður sína á meðan flugvélin hrapar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 23:15 Paul Njoroge hélt uppi myndum af fjölskyldu sinni frammi fyrir þingnefndinni í dag. Vísir/EPA Kanadamaður, hvers fjölskylda fórst þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 737 Max hrapaði í Eþíópíu í mars, segist sakna fjölskyldu sinnar hvern einasta dag. Hann gagnrýnir flugvélaframleiðandann Boeing og flugmálayfirvöld harðlega fyrir viðbrögð þeirra í kjölfar slyssins. Eiginkona Kanadamannsins Paul Njoroge, þrjú ung börn hans og tengdamóðir fórust í slysinu sem varð nærri Addis Ababa. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komst lífs af þegar þotan hrapaði. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar eftir slysið en aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu.Óbærilegur söknuður Njoroge ávarpaði þingnefnd Bandaríkjaþings á sérstökum fundi um flugöryggi, sem haldinn var vegna slysanna í dag. Þar lýsti hann m.a. martröðum sem hann hefur fengið eftir slysið, þar sem hann sér börnin fyrir sér ríghalda grátandi í móður sína, á meðan flugvélin hrapar. Þá lýsti hann jafnframt óbærilegum söknuði sem hann hefur fundið fyrir í kjölfar slyssins. „Það eina sem ég gat hugsað um var 737 Max-þokan að berjast við að hækka flugið og steypast að lokum til jarðar, með þeim afleiðingum að fjölskylda mín og 152 aðrir létu lífið,“ sagði Njoroge. „Ég sakna þeirra sérhverja mínútu, sérhvers dags.“Frá slysstað nærri Addis Ababa í Eþíópíu. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak.AP/Mulugeta AyeneSkammaðist í Boeing Njoroge beindi orðum sínum einnig beint að forsvarsmönnum Boeing og gagnrýndi þá fyrir að reyna að afvegaleiða umræðuna um slysið með „skammarlegu hegðunarmynstri“. „Þann 4. apríl, þremur vikum eftir að fjölskylda mín fórst, […] beindi Boeing athyglinni frá raunverulegri orsök slysanna – hönnunargöllum í 737 Max-vélunum – og byrjaði að tala um „mistök erlendra flugmanna“.“ Forsvarsmenn Boeing þvertóku þó fyrir í síðasta mánuði að flugmenn vélarinnar sem fórst í Eþíópíu hefðu valdið slysinu. Þetta kom fram svari flugvélaframleiðandans við fullyrðingum bandaríska þingmannsins Sam Graves, sem hélt því fram að mistök flugmannanna hefðu átt þar hlut að máli.Sjá einnig: Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Njoroge gagnrýndi einnig flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, og sakaði þau um að hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu. „Ef Boeing fær að halda áfram þessum ólögmæta rekstri sínum mun önnur flugvél hrapa og verða mér eða þér eða börnum þínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum þínum að bana. Það eruð þið sem verðið að leiða þessa baráttu í nafni flugöryggis í heiminum,“ sagði Njoroge.Vitnisburð Njoroge má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.737 Max-vélar Boeing eru enn kyrrsettar um allan heim og óvíst er hvenær þeim verður hleypt aftur í loftið. Ekki er gert ráð fyrir að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember og að öllum líkindum ekki fyrr en árið 2020. Eftir flugslysin í Indónesíu og Eþíópíu beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði 737 MAX-vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Í síðasta mánuði greindi CNN svo frá því að annar, en sambærilegur, galli hefði fundist í stýrikerfi vélanna sem þvingar þær til að beina nefinu niður í flugi. Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. 10. júlí 2019 10:58 Fundu annan galla í stýrikerfi Boeing 737 MAX Samkvæmt heimildum CNN hefur fundist annar galli í stýrikerfi Boeing 737 MAX. 26. júní 2019 22:54 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. 9. júlí 2019 17:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Kanadamaður, hvers fjölskylda fórst þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 737 Max hrapaði í Eþíópíu í mars, segist sakna fjölskyldu sinnar hvern einasta dag. Hann gagnrýnir flugvélaframleiðandann Boeing og flugmálayfirvöld harðlega fyrir viðbrögð þeirra í kjölfar slyssins. Eiginkona Kanadamannsins Paul Njoroge, þrjú ung börn hans og tengdamóðir fórust í slysinu sem varð nærri Addis Ababa. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komst lífs af þegar þotan hrapaði. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar eftir slysið en aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu.Óbærilegur söknuður Njoroge ávarpaði þingnefnd Bandaríkjaþings á sérstökum fundi um flugöryggi, sem haldinn var vegna slysanna í dag. Þar lýsti hann m.a. martröðum sem hann hefur fengið eftir slysið, þar sem hann sér börnin fyrir sér ríghalda grátandi í móður sína, á meðan flugvélin hrapar. Þá lýsti hann jafnframt óbærilegum söknuði sem hann hefur fundið fyrir í kjölfar slyssins. „Það eina sem ég gat hugsað um var 737 Max-þokan að berjast við að hækka flugið og steypast að lokum til jarðar, með þeim afleiðingum að fjölskylda mín og 152 aðrir létu lífið,“ sagði Njoroge. „Ég sakna þeirra sérhverja mínútu, sérhvers dags.“Frá slysstað nærri Addis Ababa í Eþíópíu. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak.AP/Mulugeta AyeneSkammaðist í Boeing Njoroge beindi orðum sínum einnig beint að forsvarsmönnum Boeing og gagnrýndi þá fyrir að reyna að afvegaleiða umræðuna um slysið með „skammarlegu hegðunarmynstri“. „Þann 4. apríl, þremur vikum eftir að fjölskylda mín fórst, […] beindi Boeing athyglinni frá raunverulegri orsök slysanna – hönnunargöllum í 737 Max-vélunum – og byrjaði að tala um „mistök erlendra flugmanna“.“ Forsvarsmenn Boeing þvertóku þó fyrir í síðasta mánuði að flugmenn vélarinnar sem fórst í Eþíópíu hefðu valdið slysinu. Þetta kom fram svari flugvélaframleiðandans við fullyrðingum bandaríska þingmannsins Sam Graves, sem hélt því fram að mistök flugmannanna hefðu átt þar hlut að máli.Sjá einnig: Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Njoroge gagnrýndi einnig flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, og sakaði þau um að hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu. „Ef Boeing fær að halda áfram þessum ólögmæta rekstri sínum mun önnur flugvél hrapa og verða mér eða þér eða börnum þínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum þínum að bana. Það eruð þið sem verðið að leiða þessa baráttu í nafni flugöryggis í heiminum,“ sagði Njoroge.Vitnisburð Njoroge má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.737 Max-vélar Boeing eru enn kyrrsettar um allan heim og óvíst er hvenær þeim verður hleypt aftur í loftið. Ekki er gert ráð fyrir að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember og að öllum líkindum ekki fyrr en árið 2020. Eftir flugslysin í Indónesíu og Eþíópíu beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði 737 MAX-vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Í síðasta mánuði greindi CNN svo frá því að annar, en sambærilegur, galli hefði fundist í stýrikerfi vélanna sem þvingar þær til að beina nefinu niður í flugi.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. 10. júlí 2019 10:58 Fundu annan galla í stýrikerfi Boeing 737 MAX Samkvæmt heimildum CNN hefur fundist annar galli í stýrikerfi Boeing 737 MAX. 26. júní 2019 22:54 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. 9. júlí 2019 17:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. 10. júlí 2019 10:58
Fundu annan galla í stýrikerfi Boeing 737 MAX Samkvæmt heimildum CNN hefur fundist annar galli í stýrikerfi Boeing 737 MAX. 26. júní 2019 22:54
Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26
Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. 9. júlí 2019 17:54