Fjórða byltingin Davíð Stefánsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tækni Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun