Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 19:00 Eitthvað virðast þingkonurnar fjórar fara í taugarnar á Trump. Hann vill helst sjá þær yfirgefa Bandaríkin. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira