Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 19:06 Vincent Tan. Vísir/Getty Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira