Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Laila Matar, sérfræðingur í málefnum Filippseyja. Mannréttindavaktin Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55