Forgangsröðun Davíð Stefánsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun