Um er að ræða 2,5 milljarða Bandaríkjadala sem úthlutað var til varnarmálaráðuneytisins. Er talið að fyrstu skref í útgjöldum munu fara í að skipta út girðingum sem nú þegar eru til staðar í Arizona, Kaliforníu og Nýju-Mexíkó.
Með þessu var frystingu fjármunanna aflétt sem lægra dómstig í landinu hafði áður sett á í maí. Var niðurstaða þess dóms sú að ríkisstjórn Trump væri ekki heimilt að nýta féð í múrinn þar sem þingið hafði ekki úthlutað því beint til þess verkefnis.
Samkvæmt Reuters var dómurinn klofinn í málinu. Fimm dómarar dæmdu Trump í vil, fjórir voru mótfallnir. Með þessum dómi er Trump og hans ríkisstjórn því heimilt að nýta fjármunina og hefja byggingarvinnu.
Trump fagnaði niðurstöðunni á Twitter-síðu sinni og sagði hana vera „stórsigur“ fyrir landamæraöryggi og lög í landinu.
Wow! Big VICTORY on the Wall. The United States Supreme Court overturns lower court injunction, allows Southern Border Wall to proceed. Big WIN for Border Security and the Rule of Law!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2019