Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 11:30 Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Getty/Ray Tamarra Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð. Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð.
Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00