Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 11:30 Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Getty/Ray Tamarra Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð. Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð.
Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00