Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 10:12 Kjósendur greiða atkvæði í þingkosningum í nóvember. Rússar eru enn taldir reyna að skipta sér af bandarískum kosningum eins og þeir gerðu árið 2016. Vísir/EPA Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49