Mikil aukning í sölu kampavíns milli ára Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Kampavín og freyðivín eru vinsæl í sumarhitanum, en salan tekur stórt stökk milli ára. Fréttablaðið/Stefán Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira