Afgönsk stjórnvöld vilja að Trump skýri ummæli um gereyðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 09:01 Á fundi með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, fullyrti Trump að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að láta stórum sprengjum rigna yfir landið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira