Sömdu um fjárlög og hækkun skuldaþaksins Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 08:11 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í deildinni, tóku þátt í að semja um skuldaþakið og fjárlög. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira