Indverjar skutu ómönnuðu geimfari til tunglsins eftir misheppnaða tilraun Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 10:24 Skotið er hluti af metnaðarfullum geimferðaáætlunum Indverja. Vísir/AP Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022. Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022.
Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00