Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 12:57 Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunnar. vísir/gva Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30