Áhorfendur komu auga á skjaldkirtilsvandamál Denise Richards Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:50 Bandaríska leikkonan Denise Richards er ánægð með að aðdáendur hennar hafi komið auga á mögulegt heilsufarsvandamál. Getty/Bravo Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise. Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise.
Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið