A$AP Rocky laus úr haldi og kveðst auðmjúkur eftir erfiða reynslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 19:32 Aðdáendur bandaríska rapparans A$AP Rocky eru ánægðir með að hann hafi verið leystur úr haldi. Getty/Ray Tamarra Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi en hann hefur verið í haldi sænskra lögregluyfirvalda síðan í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla. Sænski dómarinn ákvað að þremenningarnir skyldu látnir lausir og þeim frjálst að yfirgefa Svíþjóð þar til dómurinn verði kveðinn upp í máli þeirra þann 14. ágúst. Rocky og tveir lífverðir hans voru ákærðir fyrir að ganga í skrokk á nítján ára sænskum manni að kvöldi dags 30. júní. Meint árás náðist á myndbandsupptöku og er hún á meðal aðalsönnunargagna í málinu. Þremenningarnir segjast allir vera saklausir og segjast hafa brugðist við áreitni þess sænska með sjálfsvörn. Málið vatt fljótt upp á sig og mátti litlu muna að milliríkjadeila væri í uppsiglingu því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra í Svíþjóð, til að reyna að sannfæra hann um að beita sér fyrir því að A$AP yrði látinn laus sem allra fyrst. Löfven sagði að í Svíþjóð væri þrískipting ríkisvalds og að hann, mætti ekki í krafti framkvæmdarvaldsins, beita áhrifum sínum innan dómskerfisins. Trump var ekki ánægður með svör sænska forsætisráðherrans. Trump fagnaði þó niðurstöðu dómarans í dag og lét í ljós ánægju sína á Twitter.A$AP Rocky released from prison and on his way home to the United States from Sweden. It was a Rocky Week, get home ASAP A$AP! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 „A$AP Rocky var sleppt úr haldi í dag og er núna á leiðinni heim til Bandaríkjanna frá Svíþjóð.“ Slobodan Jovicic, lögmaður rapparans, sagði að hann væri sáttur. Hann hefði sett sér tvö markmið, annað þeirra væri að Rocky yrði látinn laus í dag en hinn er að hann verði sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir tæpar tvær vikur. „Við verðum bara að bíða og sjá“. Rapparinn birti þá instagram-færslu í dag þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir að hafa staðið með sér. Hann sagðist ekki geta lýst því með orðum hvað hann væri þeim þakklátur. Síðastliðinn mánuður hafi reynst honum afar erfiður en hann væri auðmjúkari fyrir vikið. View this post on InstagramTHANK YOU FROM THE BOTTOM OF MY HEART TO ALL OF MY FANS, FRIENDS AND ANYONE ACROSS THE GLOBE WHO SUPPORTED ME DURING THESE LAST FEW WEEKS I CANT BEGIN TO DESCRIBE HOW GRATEFUL I AM FOR ALL OF YOU THIS HAS BEEN A VERY DIFFICULT AND HUMBLING EXPERIENCE I WANT TO THANK THE COURT FOR ALLOWING ME BLADI AND THOTO TO RETURN TO OUR FAMILY AND FRIENDS THANKS AGAIN FOR ALL OF THE LOVE AND SUPPORT A post shared by PRETTY FLACKO (@asaprocky) on Aug 2, 2019 at 11:39am PDT Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi en hann hefur verið í haldi sænskra lögregluyfirvalda síðan í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla. Sænski dómarinn ákvað að þremenningarnir skyldu látnir lausir og þeim frjálst að yfirgefa Svíþjóð þar til dómurinn verði kveðinn upp í máli þeirra þann 14. ágúst. Rocky og tveir lífverðir hans voru ákærðir fyrir að ganga í skrokk á nítján ára sænskum manni að kvöldi dags 30. júní. Meint árás náðist á myndbandsupptöku og er hún á meðal aðalsönnunargagna í málinu. Þremenningarnir segjast allir vera saklausir og segjast hafa brugðist við áreitni þess sænska með sjálfsvörn. Málið vatt fljótt upp á sig og mátti litlu muna að milliríkjadeila væri í uppsiglingu því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra í Svíþjóð, til að reyna að sannfæra hann um að beita sér fyrir því að A$AP yrði látinn laus sem allra fyrst. Löfven sagði að í Svíþjóð væri þrískipting ríkisvalds og að hann, mætti ekki í krafti framkvæmdarvaldsins, beita áhrifum sínum innan dómskerfisins. Trump var ekki ánægður með svör sænska forsætisráðherrans. Trump fagnaði þó niðurstöðu dómarans í dag og lét í ljós ánægju sína á Twitter.A$AP Rocky released from prison and on his way home to the United States from Sweden. It was a Rocky Week, get home ASAP A$AP! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 „A$AP Rocky var sleppt úr haldi í dag og er núna á leiðinni heim til Bandaríkjanna frá Svíþjóð.“ Slobodan Jovicic, lögmaður rapparans, sagði að hann væri sáttur. Hann hefði sett sér tvö markmið, annað þeirra væri að Rocky yrði látinn laus í dag en hinn er að hann verði sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir tæpar tvær vikur. „Við verðum bara að bíða og sjá“. Rapparinn birti þá instagram-færslu í dag þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir að hafa staðið með sér. Hann sagðist ekki geta lýst því með orðum hvað hann væri þeim þakklátur. Síðastliðinn mánuður hafi reynst honum afar erfiður en hann væri auðmjúkari fyrir vikið. View this post on InstagramTHANK YOU FROM THE BOTTOM OF MY HEART TO ALL OF MY FANS, FRIENDS AND ANYONE ACROSS THE GLOBE WHO SUPPORTED ME DURING THESE LAST FEW WEEKS I CANT BEGIN TO DESCRIBE HOW GRATEFUL I AM FOR ALL OF YOU THIS HAS BEEN A VERY DIFFICULT AND HUMBLING EXPERIENCE I WANT TO THANK THE COURT FOR ALLOWING ME BLADI AND THOTO TO RETURN TO OUR FAMILY AND FRIENDS THANKS AGAIN FOR ALL OF THE LOVE AND SUPPORT A post shared by PRETTY FLACKO (@asaprocky) on Aug 2, 2019 at 11:39am PDT
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30