Tveggja stafa lækkun Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:02 Uppgjör síðasta ársfjórðungs virðist leggjast illa í markaðinn. Vísir/vilhelm Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47