Rándýrir tjaldhælar í Staðarskála Jakob Bjarnar skrifar 19. ágúst 2019 11:48 Pakkinn af tjaldhælunum kostar rétt tæpar 5.200 krónur sem þýðir að hver og einn tjaldhæll kostar 650 krónur. En, þeir eru léttir og fyrir mikla göngumenn munar um hvert gramm. Lesandi Vísis, sem staldraði við í Staðarskála í gærkvöldi, rak augu í tjaldhæla sem þar voru til sölu. Átta hælar kosta 5.195 krónur sem þýðir að hver hæll kostar heilar 650 krónur. Lesandinn sendi Vísi mynd af þessum rándýru tjaldhælum og taldi þetta til marks um að heldur betur væri verið að okra á ferðamanninum. Vísir heyrði í Einari Rúnari Ísfjörð sem er svæðisstjóri N1 í Staðarskála og hann var ekki frá því að þetta væri vel í lagt. Og fór sérstaklega til að kynna sér málið betur, með neytendavakt Vísis í eyranu. „Jájá, þetta eru áltjaldhælar. Sem eru aðeins 14 grömm stykkið. Með sérstökum krækjum svo tjaldið fjúki síður. Eitthvað „fansí“. Þetta er líklega sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru í miklum göngum og eru að fara á hálendið. Þetta er eins og í golfinu. Sumir vilja bara einhverja merkjavöru og kaupa sér rándýrar kúlur,“ segir Einar Rúnar sem vill meina að meðaljónar eins og hann og blaðamaður Vísis hljóti að láta sér duga ódýrari vöru. Kaupum það sem er hentugast. Einar Rúnar bendir á að hann sé einnig með venjulega stáltjaldhæla, sex stykki í pakka sem fá má á innan við þúsund krónur. „Ég held að við séum ekki að selja mikið af þessu en, þeir sem eru í miklum göngum velja sér þetta.“ Svæðisstjórinn bendir jafnframt á að það séu ekki þau í skálanum sem sjái um verðlagningu á vörum, heldur hafi innkaupadeild N1 það með höndum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Neytendur Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Lesandi Vísis, sem staldraði við í Staðarskála í gærkvöldi, rak augu í tjaldhæla sem þar voru til sölu. Átta hælar kosta 5.195 krónur sem þýðir að hver hæll kostar heilar 650 krónur. Lesandinn sendi Vísi mynd af þessum rándýru tjaldhælum og taldi þetta til marks um að heldur betur væri verið að okra á ferðamanninum. Vísir heyrði í Einari Rúnari Ísfjörð sem er svæðisstjóri N1 í Staðarskála og hann var ekki frá því að þetta væri vel í lagt. Og fór sérstaklega til að kynna sér málið betur, með neytendavakt Vísis í eyranu. „Jájá, þetta eru áltjaldhælar. Sem eru aðeins 14 grömm stykkið. Með sérstökum krækjum svo tjaldið fjúki síður. Eitthvað „fansí“. Þetta er líklega sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru í miklum göngum og eru að fara á hálendið. Þetta er eins og í golfinu. Sumir vilja bara einhverja merkjavöru og kaupa sér rándýrar kúlur,“ segir Einar Rúnar sem vill meina að meðaljónar eins og hann og blaðamaður Vísis hljóti að láta sér duga ódýrari vöru. Kaupum það sem er hentugast. Einar Rúnar bendir á að hann sé einnig með venjulega stáltjaldhæla, sex stykki í pakka sem fá má á innan við þúsund krónur. „Ég held að við séum ekki að selja mikið af þessu en, þeir sem eru í miklum göngum velja sér þetta.“ Svæðisstjórinn bendir jafnframt á að það séu ekki þau í skálanum sem sjái um verðlagningu á vörum, heldur hafi innkaupadeild N1 það með höndum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Neytendur Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira