Eyðilagði tvo spaða á klósettinu og hrækti svo á dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Nick Kyrgios. Getty/Minas Panagiotakis Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann. Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann.
Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira