Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:42 Trump vill kaupa Grænland. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42