Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:42 Trump vill kaupa Grænland. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42