Megan Rapinoe segir nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins dæmigert fyrir þeirra hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:30 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira