Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Göngin yrðu alls um 103 kílómetrar að lengd. Mynd/Finest Bay Development Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra. Eistland Finnland Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra.
Eistland Finnland Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira