Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 21:19 Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl. Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl.
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45
Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19
Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00