Finna þarf færa leið Jón Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum. Nokkrir alþingismenn vilja bregðast við þessu með ákvæði um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef hugmyndir um raftengingar til Evrópu koma síðar til álita. Þessi tillaga er ágæt, en breytir réttarstöðunni varla. Til þess að bæta úr má hugsa sér að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna með viðbótartillögu þess efnis að ríkisstjórn Íslands leggi það tafarlaust fyrir sameiginlegu EES-nefndina að Ísland hyggist ekki fyrir sitt leyti taka upp allar reglur raforkukerfis Evrópusambandsins af augljósum náttúrulegum ástæðum (fjarlægðum, legu lands, mannfjölda hér, náttúruvernd, orkumálastefnu okkar og raforkukerfi, sjávardýpi o.fl.) og hyggist af sömu ástæðum ekki tengjast raforkukerfum annarra landa. Tiltekið verði að 3. orkupakkinn taki ekki gildi fyrir Ísland fyrr en sameiginlega nefndin hefur staðfest afstöðu Íslendinga með formlegum hætti. Þetta er skýlaus réttur aðildarríkis EES, eins og aðildarríkja ESB. Slík stjórnskipuleg staðfesting á ekki að koma á óvart, nema að því leyti að Íslendingar hafa látið málið dragast úr hömlu. Þetta mál er komið í uppnám, og tekist hefur að kveikja tortryggni og ótta meðal almennings. Órökstuddar samsæriskenningar heyrast víða. Ríkisstjórn Sigmundar Gunnlaugssonar lét málið velkjast án þess að taka á vandanum sem fyrirsjáanlegur var þá þegar og er nú orðinn alvarlegur. Því er það verkefnið nú að finna lausn og færa leið.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum. Nokkrir alþingismenn vilja bregðast við þessu með ákvæði um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef hugmyndir um raftengingar til Evrópu koma síðar til álita. Þessi tillaga er ágæt, en breytir réttarstöðunni varla. Til þess að bæta úr má hugsa sér að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna með viðbótartillögu þess efnis að ríkisstjórn Íslands leggi það tafarlaust fyrir sameiginlegu EES-nefndina að Ísland hyggist ekki fyrir sitt leyti taka upp allar reglur raforkukerfis Evrópusambandsins af augljósum náttúrulegum ástæðum (fjarlægðum, legu lands, mannfjölda hér, náttúruvernd, orkumálastefnu okkar og raforkukerfi, sjávardýpi o.fl.) og hyggist af sömu ástæðum ekki tengjast raforkukerfum annarra landa. Tiltekið verði að 3. orkupakkinn taki ekki gildi fyrir Ísland fyrr en sameiginlega nefndin hefur staðfest afstöðu Íslendinga með formlegum hætti. Þetta er skýlaus réttur aðildarríkis EES, eins og aðildarríkja ESB. Slík stjórnskipuleg staðfesting á ekki að koma á óvart, nema að því leyti að Íslendingar hafa látið málið dragast úr hömlu. Þetta mál er komið í uppnám, og tekist hefur að kveikja tortryggni og ótta meðal almennings. Órökstuddar samsæriskenningar heyrast víða. Ríkisstjórn Sigmundar Gunnlaugssonar lét málið velkjast án þess að taka á vandanum sem fyrirsjáanlegur var þá þegar og er nú orðinn alvarlegur. Því er það verkefnið nú að finna lausn og færa leið.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar