Hergagnaframleiðsla og íslensk náttúra Guðjón Jensson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun