Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 12:09 Rússnesk flugskeyti hefja sig á loft. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú að komast til botns í dularfullum sprengingum sem hafa skekið rússneskar herstöðvar síðustu vikuna. Grunur leikur á að þær gætu tengst tilraunum á nýrri kjarnorkustýriflaug rússneskra stjórnvalda. Að minnsta kosti sjö manns, þar á meðal vísindamenn, fórust á æfingasvæði hersins í Arkhangelsk-héraði á fimmtudag. Aukin geislun mældist í nærliggjandi borg í kjölfarið. Yfirvöld sögðu að slys hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti og að geislun hafi verið eðlilegt eftir það.New York Times segir mögulegt að slysið hafi verið alvarlegasta kjarnorkuslys í Rússlandi frá Tsjernóbílslysinu í Úkraínu árið 1986. Úkraína tilheyrði þá Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa eins og þá látið fátt uppi um slysið. Reuters-fréttastofan sagði frá því í síðustu viku að tilkynning borgaryfirvalda í Severodvinsk um aukna geislun eftir slysið hafi horfið skyndilega af netinu. Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gærkvöldi að slysið hafi orðið þegar sprenging varð í litlum kjarnakljúfi við tilraun á Hvítahafi. Fimm starfsmenn hennar létu lífið. Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú að komast til botns í dularfullum sprengingum sem hafa skekið rússneskar herstöðvar síðustu vikuna. Grunur leikur á að þær gætu tengst tilraunum á nýrri kjarnorkustýriflaug rússneskra stjórnvalda. Að minnsta kosti sjö manns, þar á meðal vísindamenn, fórust á æfingasvæði hersins í Arkhangelsk-héraði á fimmtudag. Aukin geislun mældist í nærliggjandi borg í kjölfarið. Yfirvöld sögðu að slys hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti og að geislun hafi verið eðlilegt eftir það.New York Times segir mögulegt að slysið hafi verið alvarlegasta kjarnorkuslys í Rússlandi frá Tsjernóbílslysinu í Úkraínu árið 1986. Úkraína tilheyrði þá Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa eins og þá látið fátt uppi um slysið. Reuters-fréttastofan sagði frá því í síðustu viku að tilkynning borgaryfirvalda í Severodvinsk um aukna geislun eftir slysið hafi horfið skyndilega af netinu. Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gærkvöldi að slysið hafi orðið þegar sprenging varð í litlum kjarnakljúfi við tilraun á Hvítahafi. Fimm starfsmenn hennar létu lífið. Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37