Kiel tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi fjögurra marka sigur á Evrópumeisturum Vardar frá Norður Makedóníu, 34-30.
Vardar liðið vann Meistaradeildina síðasta vor en Kiel sýndi styrk sinn í dag.
Gísli Þorgeir Kristjánsson náði ekki að skora fyrir Kiel en spilaði í tíu mínútur undir lok leiksins. Gísli náði sér ekki alveg á stik og tapaði þremur boltanum en hann skaut ekki á markið. Gísli fiskaði hins vegar víti og einn leikmann Vardar útaf í tvær mínútur.
Nikola Bilyk var markahæstur hjá Kiel með níu mörk úr níu skotum en Lars Ekberg skoraði sex mörk.
Vardar-liðið byrjaði betur en góður kafli Kiel í fyrri hálfleiknum færði liðinu tveggja marka forystu í hálfleik, 19-17.
Kiel mætir annaðhvort Barcelona eða Al Wehda í úrslitaleiknum á laugardaginn en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum seinna í dag.
Þetta var þriðji sigur Kiel á þremur dögum en liðið vann 41-27 sigur á þriðjudaginn og 32-28 sigur á Zamalek SC í gær.
