Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 26. ágúst 2019 09:00 Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun