Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 23:32 Tengsl Andrésar prins og Epstein hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Vísir/Getty Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20