Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh. Hann var á ferð í flugvél sinni ásamt vinkonu sinni Kayla þegar vélin missti afl.
Þau höfðu verið á flugi yfir svæðið ásamt annarri flugvél þegar ógæfan dundi.
Lesh mætti í viðtal hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBC þar sem hann þverneitaði fyrir að um kynningarbrellu hafi verið að ræða. Lesh hefur sjálfur lýst sér á samfélagsmiðlum sem ofurhugi.
„Af mörgum ástæðum er það ekki rétt. Fyrir það fyrsta, þá var ég nýbúinn að kaupa þessa flugvél. Ég var afar stoltur af henni og þetta var jómfrúarflugið,“ sagði Lesh. „Ef þú heldur að ég hafi brotlenti nýju vélinni minni í Kyrrahafið, þá þarftu að athuga þinn gang,“ sagði Lesh.
CBC greindi frá því að bandaríska Landhelgisgæslan hefði birt myndband af björgun Lesh þar sem mátti sjá hann taka myndband af öllu ferlinu. Er Lesh sagður hafa farið fram á tvö þúsund dollara í greiðslu frá fjölmiðlum fyrir að sýna myndböndin.
Lesh og vinkona hans slösuðust ekki alvarlega og þáðu ekki læknishjálp þegar þau voru komin í land.
Hér fyrir neðan má sjá þegar vélin fór í sjóinn:
#NEW WATCH the moment the aircraft hit water. Pilot tells me he just got the plane a few weeks ago. He was in the middle of a photo shoot over the coast, when plane lost power. Says there was no real impact, he was able to skip the aircraft along the water. Amazing. #abc7now pic.twitter.com/Sedd5E4cRt
— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019
#NEW Excuse the language, BUT moments before this video was taken, these two went down with their plane. Incredible!
— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019
No injuries, other than a few jellyfish stings.
Details https://t.co/du3ta4kICe #abc7now pic.twitter.com/gChI2Mv68O
#NEW The last time David Lesh saw any part of his Beech Craft Bonanza. #abc7now pic.twitter.com/FA3rSKbSMb
— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019
#NEW video of David Lesh's rescue. @USCG says, “What was truly amazing about tonight was there was another aircraft on-scene that quickly responded.” Lesh's friend circled the two until help arrived. Talk about teamwork. #abc7now pic.twitter.com/lQtmzKZ0dL
— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019