Parmaskinkan hans Ólafs mun fást á Íslandi Sigmar Vilhjálmsson skrifar 21. ágúst 2019 22:39 Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun