Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi – aftur Þór Rögnvaldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Tengdar fréttir Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00 Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur
Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun