Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi – aftur Þór Rögnvaldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Tengdar fréttir Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur
Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun