Stefnuleysi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar