Misstu samband við fyrsta indverska tunglfarið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 23:43 Það var þungt yfir indversku leiðangursstjórnendunum eftir að sambandið rofnaði við Vikram í kvöld. Vísir/EPA Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið. Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið.
Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira