Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 14:00 Michele Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Félagið verður með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ballarin gefur ekkert upp um kaupverðið en segir að flugmenn og flugfólk WOW air verði að einhverju leyti endurráðið. „Hvernig er hægt að vera án þessara stórkostlegu flugfreyja,“ sagði Ballarin á blaðamannafundi þar sem hún var með fjólubláan augnskugga og varalit í sama lit. Fyrsta flugið er áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar í október. Flugfélagið mun einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi en auk þess vill Ballarin bæta gæði matar sem farþegum bjóðist til boða um borð.Ráðfærir sig við Michelin-stjörnukokk Ballarin hélt blaðamannafund á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík en þar sagðist hún vilja bæta mat og næringarinnihald matarins sem boðið er upp um borð í vélum WOW air. Hún segir mikilvægt að gera flug skemmtileg á ný og vinnur nú með Michelin-stjörnukokki til að bæta matarupplifun farþega WOW. Á blaðamannafundinum greindi Ballarin frá því að hún ætlaði ekki að gefa upp kaupverðið en sagðist hafa tryggt milljónir Bandaríkjadala í verkefnið. Hafnaði Ballarin því að vörumerki WOW væri gölluð vara. Hún taldi fólk sakna þess að stíga um borð í fjólubláa vél í Keflavík og sagðist sjálf sakna þess. Óvíst hversu margir frá gamla WOW verða ráðnir Þá greindi hún frá því að hún muni notast bæði við farþegaþotur frá Airbus og Boeing. Ætlar Ballarin að byrja að gera út tvær flugvélar og vill fara varlega af stað. Standa vonir til að vélarnir verði orðnar fjórar næsta sumar en hún segir mikilvægt að þær verði ekki fleiri en tíu til tólf. Ballarin sagðist vilja halda flugmiðaverði í lágmarki og sagði að marga þurfi til að reka flugfélagið. Hún sagðist þó eiga enn eftir að ákveða hversu marga starfsmenn úr gamla WOW air hún hyggist ráða.Leggja áherslu á vöruflutninga Stjórnendateymi hins nýja flugreksturs leggur mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminniþBallarin sagðist sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.VísirUSAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er sögð víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum og fleira. USAerospace er sagt tengjast viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.Með skrifstofu í Reykjavík Stærsti hluthafi USAerospace og stjórnarformaður félagsins er Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð. Hún verður einnig stjórnarformaður WOW air AIR LLC. Félagið verður staðsett á Washington Dulles alþjóðaflugvellinum með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Í stjórnendateymi WOW verður meðal annarra Charles Celli, sem er rekstrarstjóri hjá USAerospace. Hann er sagður hafa aflað sér víðtækrar reynslu í fluggeiranum í meira en fjörutíu ár, meðal annars í mismunandi stjórnunarstöðum hjá McDonnel Douglas, Boeing, General Dynamic Aeorspace, GDC Technics og Gulfstream Aerospace Corporation. „Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ er haft eftir Ballarin í tilkynningunni.
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Félagið verður með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ballarin gefur ekkert upp um kaupverðið en segir að flugmenn og flugfólk WOW air verði að einhverju leyti endurráðið. „Hvernig er hægt að vera án þessara stórkostlegu flugfreyja,“ sagði Ballarin á blaðamannafundi þar sem hún var með fjólubláan augnskugga og varalit í sama lit. Fyrsta flugið er áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar í október. Flugfélagið mun einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi en auk þess vill Ballarin bæta gæði matar sem farþegum bjóðist til boða um borð.Ráðfærir sig við Michelin-stjörnukokk Ballarin hélt blaðamannafund á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík en þar sagðist hún vilja bæta mat og næringarinnihald matarins sem boðið er upp um borð í vélum WOW air. Hún segir mikilvægt að gera flug skemmtileg á ný og vinnur nú með Michelin-stjörnukokki til að bæta matarupplifun farþega WOW. Á blaðamannafundinum greindi Ballarin frá því að hún ætlaði ekki að gefa upp kaupverðið en sagðist hafa tryggt milljónir Bandaríkjadala í verkefnið. Hafnaði Ballarin því að vörumerki WOW væri gölluð vara. Hún taldi fólk sakna þess að stíga um borð í fjólubláa vél í Keflavík og sagðist sjálf sakna þess. Óvíst hversu margir frá gamla WOW verða ráðnir Þá greindi hún frá því að hún muni notast bæði við farþegaþotur frá Airbus og Boeing. Ætlar Ballarin að byrja að gera út tvær flugvélar og vill fara varlega af stað. Standa vonir til að vélarnir verði orðnar fjórar næsta sumar en hún segir mikilvægt að þær verði ekki fleiri en tíu til tólf. Ballarin sagðist vilja halda flugmiðaverði í lágmarki og sagði að marga þurfi til að reka flugfélagið. Hún sagðist þó eiga enn eftir að ákveða hversu marga starfsmenn úr gamla WOW air hún hyggist ráða.Leggja áherslu á vöruflutninga Stjórnendateymi hins nýja flugreksturs leggur mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminniþBallarin sagðist sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.VísirUSAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er sögð víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum og fleira. USAerospace er sagt tengjast viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.Með skrifstofu í Reykjavík Stærsti hluthafi USAerospace og stjórnarformaður félagsins er Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð. Hún verður einnig stjórnarformaður WOW air AIR LLC. Félagið verður staðsett á Washington Dulles alþjóðaflugvellinum með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Í stjórnendateymi WOW verður meðal annarra Charles Celli, sem er rekstrarstjóri hjá USAerospace. Hann er sagður hafa aflað sér víðtækrar reynslu í fluggeiranum í meira en fjörutíu ár, meðal annars í mismunandi stjórnunarstöðum hjá McDonnel Douglas, Boeing, General Dynamic Aeorspace, GDC Technics og Gulfstream Aerospace Corporation. „Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ er haft eftir Ballarin í tilkynningunni.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira