Albanar taka til hendinni Þorvaldur Gylfason skrifar 5. september 2019 07:00 Stokkhólmi – Fimm lönd sem Evrópusambandið kallar umsóknarlönd (e. candidate countries) bíða þess nú að vera tekin inn í sambandið. Þau eru Albanía, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland. Tvö lönd enn, Bosnía og Hersegóvína og Kósóvó, bíða þess að komast á biðlistann. Öll löndin sjö eru í Suðaustur-Evrópu, sum þeirra tilheyrðu gömlu Júgóslavíu. Ísland er ekki á biðlistanum, en ESB hefur þó látið á sér skiljast að umsókn Alþingis frá 2009 sé enn í gildi tæknilega séð þótt hún hafi legið í salti frá 2013.Langur aðdragandi Samningaviðræður einstakra landa á listanum við ESB munu skera úr um hvort þau eru í stakk búin að semja sig að lögum og reglum sambandsins og hversu langan aðlögunartíma þau þurfa til að ná því marki. Albanía sótti um aðild 2009 og komst á listann 2014. Norður-Makedónía hefur verið á listanum frá 2005. Serbía sótti um aðild 2009, komst á listann 2012 og hóf aðildarviðræður 2014. Svartfjallaland sótti um aðild 2008, komst á listann 2010 og hóf viðræður 2012. Tyrkland sótti um aðild 1987, komst á listann 1999 og hóf viðræður 2005, en þær hafa gengið hægt vegna ýmislegra efasemda um ráðahaginn af beggja hálfu. Albönum, Norður-Makedónum, Serbum og Svartfellingum er mikil alvara með eftirsókn sinni eftir aðild að ESB. Við þeim blasir hversu miklu betur Eistlandi, Lettlandi og Litháen hefur vegnað að flestu leyti en hinum tólf fv. Sovétlýðveldunum sem höfnuðu Evrópu sem fyrirmynd einmitt til að geta farið sínu fram heima fyrir án tillits til lýðræðis og mannréttinda sem eru ær og kýr ESB. Suðaustur-Evrópuþjóðirnar sækjast eftir aðild að ESB ekki bara af efnahagsástæðum heldur einnig gagngert til að treysta lýðræði og mannréttindi í sessi.Lýðræði, lög og réttarbætur Tökum dæmi. Til að styrkja umsókn sína um aðild að ESB réðust Albanar með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með því m.a. að fela sjálfstæðri nefnd undir eftirliti bandarískra og evrópskra dómara að meta hæfi þeirra u.þ.b. 800 dómara og saksóknara sem starfa í Albaníu. Nefndin leggur mat á starfshæfni þeirra, heiðarleika og hvort þeir hafi brotið lög (e. criminal background). Nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjá hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum eða sýnt fram á hæfni til að gegna störfum sínum. Markmið nefndarinnar er að tryggja að dómskerfið geti starfað sjálfstætt og heiðarlega óháð þrýstingi af hálfu stjórnmálamanna og annarra sem eiga hagsmuna að gæta. Vandinn var og er ærinn. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna 2017 greindi frá spillingu í dómskerfi Albaníu og megnu vantrausti fólksins í landinu í garð dómskerfisins (70% vantraust í Albaníu á móti 53% á Íslandi). Einn kosturinn við væntanlega aðild Albaníu að ESB er að hreingerning í dómskerfi landsins er að heita má meðal inngönguskilyrðanna. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Albaníu nú er 6,8 borið saman við 8,7 til 9,4 í Eystrasaltslöndunum þrem og 2,0 í Rússlandi. Einkunnin sem World Justice Project, stofnun á vegum Bandaríska lögfræðingafélagsins, gefur Albaníu fyrir lög og rétt er 6,2 á móti 8,1 í Eistlandi og 4,7 í Rússlandi. Albanía notar væntanlega aðild að ESB markvisst til að snúa niður afturhalds- og glæpaöflin heima fyrir. Ég var í Albaníu 1993, tveim árum eftir fall kommúnistastjórnar Envers Hoxha sem skildi við landið í rjúkandi rúst. Húsakostur landsmanna var í reyndinni handónýtur. Rennandi vatn var sjaldséð, rafmagn var stopult og loftkæling var óþekkt þótt sumarhitinn þarna sé 35-40 gráður. Sex fjölskyldur af hverjum sjö áttu hvorki ísskáp né þvottavél. Sinfóníuhljómsveitin var fölsk því hljóðfæraleikararnir höfðu fæstir efni á gleraugum og gátu því ekki lesið nóturnar. Annað var eftir þessu. Ekkert land álfunnar var verr á vegi statt en Albanía. En Albönum tókst að snúa taflinu við. Þeir settu markið á ESB gagngert til að þurfa að fullnægja þeim kröfum sem sambandið gerir til aðildarlanda eða réttar sagt þeim tilmælum sem ESB beinir til þeirra. Það verður að segjast eins og er að ESB hefur ekki orðið vel ágengt við að uppræta spillingu í Búlgaríu, Ítalíu og Rúmeníu sem 75% til 86% heimamanna lýsa sem morandi í spillingu skv. rannsókn Gallups (Búlgaría 75%, Ítalía 86% og Rúmenía 80% á móti 67% á Íslandi). Ekki hefur ESB heldur tekizt að hemja ofríki yfirvalda í Póllandi og Ungverjalandi undangengin ár. Og ekki fórst ESB heldur vel við Grikkland í kreppunni þar. Albanar setja þó ekkert af þessu fyrir sig og það gera Norður-Makedónar, Serbar og Svartfellingar ekki heldur. Meiri hluti fólksins í þessum löndum kýs helzt að semja sig að siðum annarra Evrópuþjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Fimm lönd sem Evrópusambandið kallar umsóknarlönd (e. candidate countries) bíða þess nú að vera tekin inn í sambandið. Þau eru Albanía, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland. Tvö lönd enn, Bosnía og Hersegóvína og Kósóvó, bíða þess að komast á biðlistann. Öll löndin sjö eru í Suðaustur-Evrópu, sum þeirra tilheyrðu gömlu Júgóslavíu. Ísland er ekki á biðlistanum, en ESB hefur þó látið á sér skiljast að umsókn Alþingis frá 2009 sé enn í gildi tæknilega séð þótt hún hafi legið í salti frá 2013.Langur aðdragandi Samningaviðræður einstakra landa á listanum við ESB munu skera úr um hvort þau eru í stakk búin að semja sig að lögum og reglum sambandsins og hversu langan aðlögunartíma þau þurfa til að ná því marki. Albanía sótti um aðild 2009 og komst á listann 2014. Norður-Makedónía hefur verið á listanum frá 2005. Serbía sótti um aðild 2009, komst á listann 2012 og hóf aðildarviðræður 2014. Svartfjallaland sótti um aðild 2008, komst á listann 2010 og hóf viðræður 2012. Tyrkland sótti um aðild 1987, komst á listann 1999 og hóf viðræður 2005, en þær hafa gengið hægt vegna ýmislegra efasemda um ráðahaginn af beggja hálfu. Albönum, Norður-Makedónum, Serbum og Svartfellingum er mikil alvara með eftirsókn sinni eftir aðild að ESB. Við þeim blasir hversu miklu betur Eistlandi, Lettlandi og Litháen hefur vegnað að flestu leyti en hinum tólf fv. Sovétlýðveldunum sem höfnuðu Evrópu sem fyrirmynd einmitt til að geta farið sínu fram heima fyrir án tillits til lýðræðis og mannréttinda sem eru ær og kýr ESB. Suðaustur-Evrópuþjóðirnar sækjast eftir aðild að ESB ekki bara af efnahagsástæðum heldur einnig gagngert til að treysta lýðræði og mannréttindi í sessi.Lýðræði, lög og réttarbætur Tökum dæmi. Til að styrkja umsókn sína um aðild að ESB réðust Albanar með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með því m.a. að fela sjálfstæðri nefnd undir eftirliti bandarískra og evrópskra dómara að meta hæfi þeirra u.þ.b. 800 dómara og saksóknara sem starfa í Albaníu. Nefndin leggur mat á starfshæfni þeirra, heiðarleika og hvort þeir hafi brotið lög (e. criminal background). Nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjá hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum eða sýnt fram á hæfni til að gegna störfum sínum. Markmið nefndarinnar er að tryggja að dómskerfið geti starfað sjálfstætt og heiðarlega óháð þrýstingi af hálfu stjórnmálamanna og annarra sem eiga hagsmuna að gæta. Vandinn var og er ærinn. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna 2017 greindi frá spillingu í dómskerfi Albaníu og megnu vantrausti fólksins í landinu í garð dómskerfisins (70% vantraust í Albaníu á móti 53% á Íslandi). Einn kosturinn við væntanlega aðild Albaníu að ESB er að hreingerning í dómskerfi landsins er að heita má meðal inngönguskilyrðanna. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Albaníu nú er 6,8 borið saman við 8,7 til 9,4 í Eystrasaltslöndunum þrem og 2,0 í Rússlandi. Einkunnin sem World Justice Project, stofnun á vegum Bandaríska lögfræðingafélagsins, gefur Albaníu fyrir lög og rétt er 6,2 á móti 8,1 í Eistlandi og 4,7 í Rússlandi. Albanía notar væntanlega aðild að ESB markvisst til að snúa niður afturhalds- og glæpaöflin heima fyrir. Ég var í Albaníu 1993, tveim árum eftir fall kommúnistastjórnar Envers Hoxha sem skildi við landið í rjúkandi rúst. Húsakostur landsmanna var í reyndinni handónýtur. Rennandi vatn var sjaldséð, rafmagn var stopult og loftkæling var óþekkt þótt sumarhitinn þarna sé 35-40 gráður. Sex fjölskyldur af hverjum sjö áttu hvorki ísskáp né þvottavél. Sinfóníuhljómsveitin var fölsk því hljóðfæraleikararnir höfðu fæstir efni á gleraugum og gátu því ekki lesið nóturnar. Annað var eftir þessu. Ekkert land álfunnar var verr á vegi statt en Albanía. En Albönum tókst að snúa taflinu við. Þeir settu markið á ESB gagngert til að þurfa að fullnægja þeim kröfum sem sambandið gerir til aðildarlanda eða réttar sagt þeim tilmælum sem ESB beinir til þeirra. Það verður að segjast eins og er að ESB hefur ekki orðið vel ágengt við að uppræta spillingu í Búlgaríu, Ítalíu og Rúmeníu sem 75% til 86% heimamanna lýsa sem morandi í spillingu skv. rannsókn Gallups (Búlgaría 75%, Ítalía 86% og Rúmenía 80% á móti 67% á Íslandi). Ekki hefur ESB heldur tekizt að hemja ofríki yfirvalda í Póllandi og Ungverjalandi undangengin ár. Og ekki fórst ESB heldur vel við Grikkland í kreppunni þar. Albanar setja þó ekkert af þessu fyrir sig og það gera Norður-Makedónar, Serbar og Svartfellingar ekki heldur. Meiri hluti fólksins í þessum löndum kýs helzt að semja sig að siðum annarra Evrópuþjóða.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar