Stefnumiðaðir stjórnarhættir Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 2. september 2019 09:03 Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun