Mál til að rífast um Guðmundur Steingrímsson skrifar 2. september 2019 08:00 Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu. Það er ekki laust við að í mínum huga gæti viss söknuðar. Ég hef um nokkurt skeið, reyndar við dræmar undirtektir — en stundum kátínu — stungið upp á því á hverjum þeim mannamótum sem ég tek þátt í, að orkupakkinn verði á einhverjum tímapunkti ræddur. Að teknir verði tveir, þrír tímar, helst eftir nokkra bjóra og þrætt duglega. Versta er að ég hitti alltof sjaldan fólk sem er á móti orkupakkanum og því fellur þessi tillaga mín jafnan um sjálft sig. Þó hef ég reyndar oft orðið vitni að því að fólk sem er fullkomlega sammála um mál getur samt deilt fimlega um það, sérstaklega ef það er komið soldið fram á nótt í samkvæmi. Á þeim grunni hef ég haldið í vonina. Síðasta tilraun mín til að efna til hressandi erja um orkupakkann í vinahópi rann þó algjörlega út í sandinn um helgina og með mun meira afgerandi hætti en hinar tilraunir mínar. Ég spurði, gáskafullur: „Og hvenær eigum við svo að ræða orkupakkann?“ Annar svaraði: „Orkupakkann? Það þarf ekkert að ræða hann. Málflutningurinn er svo fáránlegur. Þessir menn eru í rauninni að halda því fram að fólk geti bankað upp á hjá manni með framlengingarsnúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Það sjá allir að það er rugl.“ Þessi líking við nauðhyggjurökin um að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til útlanda ef orkupakkinn fer í gegn var æði snaggaraleg. Auðvitað getur enginn mætt með snúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Við ráðum. Af sjónarhóli umræðunnar var þetta hins vegar bagalegt. Hún varð engin eftir þetta.Hvað svo? Og í dag semsagt verður þetta prýðilega þrætuepli til lykta leitt. Í mér er beygur. Hvað tekur við? Auðvitað gengur ekki að þjóðfélagið verði deilulaust. Um hvað getum við rifist? Hugsanlegt er að dusta megi rykið, a.m.k. um stundarsakir, af gömlum og óútkljáðum deilumálum sem klikka aldrei: Reykjavíkurflugvöllur, vera eða fara? Lúpínan, með eða á móti? Snarpt orðaskak um þessi fornu álitamál gæti fleytt þjóðinni yfir þennan hjalla, þar til nýtt, ferskt deilumál skýtur upp kollinum. Til þess að halda í hefðirnar þarf næsta deilumál þó helst að vera um ekki neitt. Það þarf líka að vera hæfilega sérhæft og óáhugavert, helst frá Brussel, svo það sé hægt að skálda upp alls konar ósannindi í kringum það og rífast svo um þau. Ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir beyg, þá hef ég trú. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að vísir að næsta rifrildismáli skjóti upp kollinum fyrir lok vikunnar. Ég veit það er djarft, en sanniði til. Margir hér á landi eru einfaldlega orðnir það flinkir í þessu að þeir geta búið til svona deilu í raun án þess að hugsa. Þetta bara vellur upp úr þeim. Fyrir þeim er þetta eins og að fara á klósettið. Sjálfsagt mál. Daglegt brauð. Þetta er bara eitthvað sem kemur. Næstum því áreynslulaust.Fjarlæg pæling Auðvitað mætti þó hugsa sér — þó ekki nema einungis sér til dægrastyttingar í einrúmi — að í einhvern tiltekinn tíma, núna í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, verði þjóðfélagsumræðunni þannig háttað að skæra að tilefnislausu njóti ekki við. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsmynd sem þá blasir við. Það mætti ímynda sér að þjóðin sökkvi sér í málefnalega umræðu um það hvað Íslendingar þurfi að gera til þessa að mæta neyðarástandi í loftslagsmálum. Það væri hægt að efna til djúprar greiningar á því hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið. Svo mætti gera plön um það hvernig hátta ætti ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi. Það mætti ræða umbætur í skólakerfinu og hvernig hægt er betur að draga fram styrkleika hvers og eins. Það mætti ræða velferðarkerfið og guð má vita hvað. En hver nennir þessu? Í staðinn fyrir að hlúa að og efna til einhvers konar alhliða samtals, greiningar og áætlunargerðar um alla þessa stóru hluti í samfélaginu er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að rífast um ekki neitt. Það er miklu meiri sköpun í því að kokka upp deilumál frá grunni. Það krefst svo miklu meira listfengis að snúa markvisst út úr orðum og smíða góðar samsæriskenningar. Orkan okkar á að fara í þannig hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu. Það er ekki laust við að í mínum huga gæti viss söknuðar. Ég hef um nokkurt skeið, reyndar við dræmar undirtektir — en stundum kátínu — stungið upp á því á hverjum þeim mannamótum sem ég tek þátt í, að orkupakkinn verði á einhverjum tímapunkti ræddur. Að teknir verði tveir, þrír tímar, helst eftir nokkra bjóra og þrætt duglega. Versta er að ég hitti alltof sjaldan fólk sem er á móti orkupakkanum og því fellur þessi tillaga mín jafnan um sjálft sig. Þó hef ég reyndar oft orðið vitni að því að fólk sem er fullkomlega sammála um mál getur samt deilt fimlega um það, sérstaklega ef það er komið soldið fram á nótt í samkvæmi. Á þeim grunni hef ég haldið í vonina. Síðasta tilraun mín til að efna til hressandi erja um orkupakkann í vinahópi rann þó algjörlega út í sandinn um helgina og með mun meira afgerandi hætti en hinar tilraunir mínar. Ég spurði, gáskafullur: „Og hvenær eigum við svo að ræða orkupakkann?“ Annar svaraði: „Orkupakkann? Það þarf ekkert að ræða hann. Málflutningurinn er svo fáránlegur. Þessir menn eru í rauninni að halda því fram að fólk geti bankað upp á hjá manni með framlengingarsnúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Það sjá allir að það er rugl.“ Þessi líking við nauðhyggjurökin um að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til útlanda ef orkupakkinn fer í gegn var æði snaggaraleg. Auðvitað getur enginn mætt með snúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Við ráðum. Af sjónarhóli umræðunnar var þetta hins vegar bagalegt. Hún varð engin eftir þetta.Hvað svo? Og í dag semsagt verður þetta prýðilega þrætuepli til lykta leitt. Í mér er beygur. Hvað tekur við? Auðvitað gengur ekki að þjóðfélagið verði deilulaust. Um hvað getum við rifist? Hugsanlegt er að dusta megi rykið, a.m.k. um stundarsakir, af gömlum og óútkljáðum deilumálum sem klikka aldrei: Reykjavíkurflugvöllur, vera eða fara? Lúpínan, með eða á móti? Snarpt orðaskak um þessi fornu álitamál gæti fleytt þjóðinni yfir þennan hjalla, þar til nýtt, ferskt deilumál skýtur upp kollinum. Til þess að halda í hefðirnar þarf næsta deilumál þó helst að vera um ekki neitt. Það þarf líka að vera hæfilega sérhæft og óáhugavert, helst frá Brussel, svo það sé hægt að skálda upp alls konar ósannindi í kringum það og rífast svo um þau. Ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir beyg, þá hef ég trú. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að vísir að næsta rifrildismáli skjóti upp kollinum fyrir lok vikunnar. Ég veit það er djarft, en sanniði til. Margir hér á landi eru einfaldlega orðnir það flinkir í þessu að þeir geta búið til svona deilu í raun án þess að hugsa. Þetta bara vellur upp úr þeim. Fyrir þeim er þetta eins og að fara á klósettið. Sjálfsagt mál. Daglegt brauð. Þetta er bara eitthvað sem kemur. Næstum því áreynslulaust.Fjarlæg pæling Auðvitað mætti þó hugsa sér — þó ekki nema einungis sér til dægrastyttingar í einrúmi — að í einhvern tiltekinn tíma, núna í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, verði þjóðfélagsumræðunni þannig háttað að skæra að tilefnislausu njóti ekki við. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsmynd sem þá blasir við. Það mætti ímynda sér að þjóðin sökkvi sér í málefnalega umræðu um það hvað Íslendingar þurfi að gera til þessa að mæta neyðarástandi í loftslagsmálum. Það væri hægt að efna til djúprar greiningar á því hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið. Svo mætti gera plön um það hvernig hátta ætti ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi. Það mætti ræða umbætur í skólakerfinu og hvernig hægt er betur að draga fram styrkleika hvers og eins. Það mætti ræða velferðarkerfið og guð má vita hvað. En hver nennir þessu? Í staðinn fyrir að hlúa að og efna til einhvers konar alhliða samtals, greiningar og áætlunargerðar um alla þessa stóru hluti í samfélaginu er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að rífast um ekki neitt. Það er miklu meiri sköpun í því að kokka upp deilumál frá grunni. Það krefst svo miklu meira listfengis að snúa markvisst út úr orðum og smíða góðar samsæriskenningar. Orkan okkar á að fara í þannig hluti.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun