Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson skrifar 14. september 2019 07:45 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun