Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 10:56 Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Vísir/EPA Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum. Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum.
Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30
Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00