Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu fyrir Íslands hönd samkomulag um undanþágu diplómata frá vegabréfsáritunum, samstarfssamning um sjálfbærar fiskveiðar og yfirlýsingu um menningarsamstarf á milli ríkjanna.
Að því loknu héldu þeir Guðni og Kovind ræður þar sem þeir fóru yfir víðan völl. Ræddu þeir um möguleika á auknu samstarfi ríkjanna og um umhverfismál.

Í kvöld munu indversku forsetahjónin fara aftur á Bessastaði til þess að snæða kvöldverð. Morgundagurinn er svo síðasti dagur heimsóknarinnar. Þá sækir forsetinn málþing um viðskipti á milli ríkjanna og forsetahjónin munu skoða sig um á Þingvöllum.