Bein útsending: Þingmenn ganga til kirkju og Alþingi sett Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2019 13:41 Eliza Reid forsetafrú og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina.Það var glatt á hjalla á Alþingi rétt áður en þingmenn gengu til kirkju.Vísir/VilhelmAð guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 150. löggjafarþing. Félagar í Schola cantorum syngja við þingsetningarathöfnina, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16:00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 útbýtt. Dagskrána má sjá að neðan.Yfirlit helstu atriða þingsetningar Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Félagar í Schola cantorum syngja Vorlauf. Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ljóð: Þorsteinn Valdimarsson. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp • Félagar í Schola cantorum syngja Hvert örstutt spor. Lag: Jón Nordal. Ljóð: Halldór Laxness. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14:40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16:00.Prestar, þingmenn, ráðherrar, þingmenn og forsetahjónin ganga til guðsþjónustu.Vísir/VilhelmFramhald þingsetningarfundar Kl. 16:00 Útbýting fjárlagafrumvarps 2020, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16:20 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 11. september kl. 19:30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 fimmtudaginn 12. september kl. 10:30.Úr guðsþjónustunni í morgun.Vísir/Sigurjón Alþingi Forseti Íslands Þjóðkirkjan Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina.Það var glatt á hjalla á Alþingi rétt áður en þingmenn gengu til kirkju.Vísir/VilhelmAð guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 150. löggjafarþing. Félagar í Schola cantorum syngja við þingsetningarathöfnina, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16:00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 útbýtt. Dagskrána má sjá að neðan.Yfirlit helstu atriða þingsetningar Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Félagar í Schola cantorum syngja Vorlauf. Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ljóð: Þorsteinn Valdimarsson. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp • Félagar í Schola cantorum syngja Hvert örstutt spor. Lag: Jón Nordal. Ljóð: Halldór Laxness. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14:40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16:00.Prestar, þingmenn, ráðherrar, þingmenn og forsetahjónin ganga til guðsþjónustu.Vísir/VilhelmFramhald þingsetningarfundar Kl. 16:00 Útbýting fjárlagafrumvarps 2020, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16:20 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 11. september kl. 19:30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 fimmtudaginn 12. september kl. 10:30.Úr guðsþjónustunni í morgun.Vísir/Sigurjón
Alþingi Forseti Íslands Þjóðkirkjan Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira