Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2019 23:00 Þingmaðurinn Adam Schiff stýrir aðgerðum Demókrata varðandi ákæruferlið að miklu leyti. AP/Andrew Harnik Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent