„Okkar hlutverk að sigra Donald Trump“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2019 20:15 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta en símtali hans og Úkraínuforseta þar sem Trump bað hann að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðenda Demókrata, og son hans. Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. Það hefur gustað um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að birt var eftirskrift úr símtali hans við Volodímír Selenskí Úkraínuforseta þar sem Trump bað hinn síðarnefnda að rannsaka Joe Biden, einn líklegasta mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í dag greindu fjölmiðlar vestanhafs svo frá því að Hvíta húsið hafi einnig vistað eftirskrift af símtölum forsetans við Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu á tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar. Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri símtölum Trump við Pútín og Sáda Joe Biden ávarpaði stuðningsmenn sína í Las Vegas í gær en mótmælandi truflaði ræðuna, að því er virðist í þeim tilgangi að minna á þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Biden um ósæmilega hegðun gagnvart konum. En Biden sótti hart að Trump þegar ræðan hélt áfram. „Í ljósi þess að samkvæmt síðustu 70 skoðanakönnunum þyki ég líklegri en hann til að vinna þá kemur ekki á óvart að hann skuli beina athygli sinni að mér,“ sagði Biden. „Á næstu vikum og mánuðum er það verkefni þingsins að finna staðreyndirnar og láta Donald Trump axla ábyrgð. Á meðan er það hlutverk mitt, og hlutverk okkar, að tryggja umfram allt að við sigrum Donald Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta en símtali hans og Úkraínuforseta þar sem Trump bað hann að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðenda Demókrata, og son hans. Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. Það hefur gustað um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að birt var eftirskrift úr símtali hans við Volodímír Selenskí Úkraínuforseta þar sem Trump bað hinn síðarnefnda að rannsaka Joe Biden, einn líklegasta mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í dag greindu fjölmiðlar vestanhafs svo frá því að Hvíta húsið hafi einnig vistað eftirskrift af símtölum forsetans við Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu á tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar. Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri símtölum Trump við Pútín og Sáda Joe Biden ávarpaði stuðningsmenn sína í Las Vegas í gær en mótmælandi truflaði ræðuna, að því er virðist í þeim tilgangi að minna á þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Biden um ósæmilega hegðun gagnvart konum. En Biden sótti hart að Trump þegar ræðan hélt áfram. „Í ljósi þess að samkvæmt síðustu 70 skoðanakönnunum þyki ég líklegri en hann til að vinna þá kemur ekki á óvart að hann skuli beina athygli sinni að mér,“ sagði Biden. „Á næstu vikum og mánuðum er það verkefni þingsins að finna staðreyndirnar og láta Donald Trump axla ábyrgð. Á meðan er það hlutverk mitt, og hlutverk okkar, að tryggja umfram allt að við sigrum Donald Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira