Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 21:33 Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall. Vísir/Vilhelm Októberfest, starfsmannagleði hjá Arion banka sem átti að halda á morgun, hefur verið blásin af eftir að 102 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum í dag. Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Starfsfólk sem fréttastofa náði tali af í dag lýsti ástandinu í höfuðstöðvum bankans sem skelfilegu en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem misstu vinnuna starfa þar.Sjá einnig: Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Sigurgeir Sigurpálsson, meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélags Arion banka, staðfestir í samtali við Vísi að eftir að fregnir bárust af uppsögnunum hefði verið ákveðið að fresta árlegri Októberfest bankans sem halda átti á morgun. Ekkert vit hafi verið í því að halda veislunni til streitu í því andrúmslofti sem nú ríkir á vinnustaðnum. „Það byrjaði fljótlega umræða um að það væri Októberfest á morgun og maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta.“ Sigurgeir segir að viðburðurinn hafi verið skipulagður langt fram í tímann og vitanlega ekki fyrirséð að uppsagnirnar myndi bera upp daginn áður. Þannig hafi verið búið að panta veitingar og bóka skemmtikrafta en þegar uppsagnirnar hófust var nær strax ráðist í afbókanir. Starfsmenn voru um leið látnir vita að ekkert yrði af veislunni í ljósi uppsagnanna. Þá vonast Sigurgeir til að starfsmenn geti glaðst saman seinna í vetur, undir öðrum formerkjum en Októberfest, þegar þeir hafa fengið tíma til að jafna sig. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Októberfest, starfsmannagleði hjá Arion banka sem átti að halda á morgun, hefur verið blásin af eftir að 102 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum í dag. Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Starfsfólk sem fréttastofa náði tali af í dag lýsti ástandinu í höfuðstöðvum bankans sem skelfilegu en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem misstu vinnuna starfa þar.Sjá einnig: Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Sigurgeir Sigurpálsson, meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélags Arion banka, staðfestir í samtali við Vísi að eftir að fregnir bárust af uppsögnunum hefði verið ákveðið að fresta árlegri Októberfest bankans sem halda átti á morgun. Ekkert vit hafi verið í því að halda veislunni til streitu í því andrúmslofti sem nú ríkir á vinnustaðnum. „Það byrjaði fljótlega umræða um að það væri Októberfest á morgun og maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta.“ Sigurgeir segir að viðburðurinn hafi verið skipulagður langt fram í tímann og vitanlega ekki fyrirséð að uppsagnirnar myndi bera upp daginn áður. Þannig hafi verið búið að panta veitingar og bóka skemmtikrafta en þegar uppsagnirnar hófust var nær strax ráðist í afbókanir. Starfsmenn voru um leið látnir vita að ekkert yrði af veislunni í ljósi uppsagnanna. Þá vonast Sigurgeir til að starfsmenn geti glaðst saman seinna í vetur, undir öðrum formerkjum en Októberfest, þegar þeir hafa fengið tíma til að jafna sig.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26