Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 19:26 Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. Dagurinn var blóðugur í fjármálageiranum þar sem 102 var sagt upp hjá Arion banka, 20 hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Er þetta hluti af þeirri þróun í fjármálageiranum þar sem störfum fækkar jafnt og þétt með tölvuvæðingu.Í upphafi árs störfuðu rúmlega 1.730 hjá bönkunum þremur en þeim hefur fækkað það sem af er ári um 182.Arion bankar sparar 1,3 milljarða í launakostnað á ári með þessu uppsögnum sem hófust klukkan níu í morgun þar sem starfsfólk var boðað á fund með mannauðsdeild. Þar var þeim tilkynnt um uppsögn og gert að yfirgefa bankann samstundis að fundi loknum. Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt þar sem tár féllu. „Ég get staðfest það að þetta hefur verið erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall okkar starfsmanna að kveðja, sumir eftir langan starfsferil og það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. Upplýsingar um uppsagnirnar láku út nokkrum dögum áður sem þykir heyra til undantekninga innan bankageirans. Benedikt segir þetta hafa verið skoðað.Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt í dag þar sem tár féllu.FBL/Ernir„Þær upplýsingar sem birtust voru ónákvæmar og ekki réttar. Og við höfum leitað af okkur þann grun að þær hafi ekki komið hér innanhúss. Og við teljum að þær séu frekar spekúlasjónir.“ „Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur gagnrýnt að Arion banki hafi ekki látið trúnaðarmenn vita af uppsögnunum með lögbundnum fyrirvara. íhugar hann að vísa málinu til Félagsdóms. Þessu hafnar Benedikt. „Við höfðum samband við trúnaðarmenn um leið og við gátum gert það. Við þurfum auðvitað að uppfylla önnur lög líka sem snúa að verðbréfamarkaðinum. Við erum skráð fyrirtæki í tveimur kauphöllum, ekki bara hér á Íslandi, og við fylgdum því öllu, lögum.“ „Það er ekki kveðið alveg á um í lögunum með hversu miklum fyrirvara, en það er kveðið á um samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga. Þegar svona stendur fyrir dyrum. Þannig að það er svolítið matskennt og við erum að skoða þetta,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir stóð yfir í rúma tvo mánuði og var það rætt þegar Benedikt var ráðinn bankastjóri Arion í júní. Mikilvægt sé að reksturinn sé árangursríkur í hörðu samkeppnisumhverfi þar sem álögur eru háar. Íslenskir bankar Markaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. 26. september 2019 10:06 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. Dagurinn var blóðugur í fjármálageiranum þar sem 102 var sagt upp hjá Arion banka, 20 hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Er þetta hluti af þeirri þróun í fjármálageiranum þar sem störfum fækkar jafnt og þétt með tölvuvæðingu.Í upphafi árs störfuðu rúmlega 1.730 hjá bönkunum þremur en þeim hefur fækkað það sem af er ári um 182.Arion bankar sparar 1,3 milljarða í launakostnað á ári með þessu uppsögnum sem hófust klukkan níu í morgun þar sem starfsfólk var boðað á fund með mannauðsdeild. Þar var þeim tilkynnt um uppsögn og gert að yfirgefa bankann samstundis að fundi loknum. Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt þar sem tár féllu. „Ég get staðfest það að þetta hefur verið erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall okkar starfsmanna að kveðja, sumir eftir langan starfsferil og það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. Upplýsingar um uppsagnirnar láku út nokkrum dögum áður sem þykir heyra til undantekninga innan bankageirans. Benedikt segir þetta hafa verið skoðað.Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt í dag þar sem tár féllu.FBL/Ernir„Þær upplýsingar sem birtust voru ónákvæmar og ekki réttar. Og við höfum leitað af okkur þann grun að þær hafi ekki komið hér innanhúss. Og við teljum að þær séu frekar spekúlasjónir.“ „Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur gagnrýnt að Arion banki hafi ekki látið trúnaðarmenn vita af uppsögnunum með lögbundnum fyrirvara. íhugar hann að vísa málinu til Félagsdóms. Þessu hafnar Benedikt. „Við höfðum samband við trúnaðarmenn um leið og við gátum gert það. Við þurfum auðvitað að uppfylla önnur lög líka sem snúa að verðbréfamarkaðinum. Við erum skráð fyrirtæki í tveimur kauphöllum, ekki bara hér á Íslandi, og við fylgdum því öllu, lögum.“ „Það er ekki kveðið alveg á um í lögunum með hversu miklum fyrirvara, en það er kveðið á um samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga. Þegar svona stendur fyrir dyrum. Þannig að það er svolítið matskennt og við erum að skoða þetta,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir stóð yfir í rúma tvo mánuði og var það rætt þegar Benedikt var ráðinn bankastjóri Arion í júní. Mikilvægt sé að reksturinn sé árangursríkur í hörðu samkeppnisumhverfi þar sem álögur eru háar.
Íslenskir bankar Markaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. 26. september 2019 10:06 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. 26. september 2019 10:06
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09