Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2019 16:53 Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. Á blaðamannafundi í dag sagði Schiff ljóst að Zelensky hafi gert sér grein fyrir stöðunni sem hann var í og hverju Trump ætlaðist af honum. „Þetta rit endurspeglar klassíska „mafíu-kúgun“ erlends leiðtoga,“ sagði Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ljóst að Zelensky sárvantaði hernaðarstuðning Bandaríkjanna gegn hernaðaraðgerðum Rússa í austurhluta Úkraínu. Schiff bendir á að samkvæmt ritinu bað Trump Zelensky um greiða, eftir að úkraínski forsetinn tjáði þörf sína á herbúnaði eins og and-skriðdrekavopnum. „Forsetinn tilkynnti starfsbróður sínum að Bandaríkin hefðu gert mikið fyrir Úkraínu, hefðu gert mjög mikið fyrir Úkraínu. Meira en Evrópumenn eða nokkrir aðrir hefðu gert fyrir Úkraínu en það væri ekki mikil gagnkvæmni,“ sagði Schiff. „Svona talar mafíósi. Hvað hefur þú gert fyrir okkur? Við höfum gert mikið fyrir þig en það er ekki mikil gagnkvæmni. Ég vil biðja þig um greiða,“ Sagði Schiff. „Hver er greiðinn? Hann er auðvitað að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Að rannsaka Biden-feðgana.“Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenSchiff sagði ljóst að Zelensky hafi áttað sig á því við hverju Trump bjóst við af honum og hafi reynt að koma sér undan því. „Það sem bætir öðru lagi siðspillingar er að forsetinn vísar til Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einkalögmanns síns, sem sendiboða sína.“SCHIFF: "What those notes reflect is a classic mafia-like shakedown of a foreign leader ... This is how a mafia boss talks. 'What have you done for us? We've done so much for you, but there isn't much reciprocity.'" pic.twitter.com/7rWC0TX2Je — Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Seinna á blaðamannafundinum var Schiff spurður út í yfirlýsingu Hvíta hússins um að uppritið sýni að hvorugur forsetinn hafi minnst á hundruð milljóna hernaðaraðstoð sem Trump hafði skömmu áður komið í veg fyrir að bærist til Úkraínu. Schiff vísar aftur til þess að Trump hafi beðið Zelensky um greiðan eftir að sá úkraínski nefndi þörf Úkraínu á hernaðaraðstoð. „Það voru aðeins ein skilaboð sem forseti Úkraínu fékk frá þessum fundi. Það var: „Þetta er það sem ég þarf. Ég veit hvað þú þarft.“ Eins og hver annar mafíósi, þá þurfti forsetinn [Trump] ekki að segja: „Þetta er flott land sem þú átt. Það væri skömm ef eitthvað kæmi fyrir það.“ Það var ljóst frá samtali þeirra.“ „Það þarf ekki endilega greiða fyrir greiða til að svíkja þjóð þína eða embættiseið þinn. Jafnvel þó margir lesi þetta þannig,“ sagði Schiff og bætti við að Trump hefði gert það augljóst til hvers hann ætlaðist og sendimenn hans hefðu gert það sömuleiðis. „Úkraínumenn vissu hvað þeir þurftu að gera til að fá hernaðaraðstoð og það var að hjálpa forseta Bandaríkjanna að brjóta embættiseið sinn.“JOURNO: The WH says this proves there was no quid pro quo b/c withheld military aid never came upSCHIFF: The president of Ukraine brought up his country's need for military assistance & immediately after POTUS said, 'I have a favor I want to ask of you' & would not let it go pic.twitter.com/GNZVW3BdWe— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. Á blaðamannafundi í dag sagði Schiff ljóst að Zelensky hafi gert sér grein fyrir stöðunni sem hann var í og hverju Trump ætlaðist af honum. „Þetta rit endurspeglar klassíska „mafíu-kúgun“ erlends leiðtoga,“ sagði Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ljóst að Zelensky sárvantaði hernaðarstuðning Bandaríkjanna gegn hernaðaraðgerðum Rússa í austurhluta Úkraínu. Schiff bendir á að samkvæmt ritinu bað Trump Zelensky um greiða, eftir að úkraínski forsetinn tjáði þörf sína á herbúnaði eins og and-skriðdrekavopnum. „Forsetinn tilkynnti starfsbróður sínum að Bandaríkin hefðu gert mikið fyrir Úkraínu, hefðu gert mjög mikið fyrir Úkraínu. Meira en Evrópumenn eða nokkrir aðrir hefðu gert fyrir Úkraínu en það væri ekki mikil gagnkvæmni,“ sagði Schiff. „Svona talar mafíósi. Hvað hefur þú gert fyrir okkur? Við höfum gert mikið fyrir þig en það er ekki mikil gagnkvæmni. Ég vil biðja þig um greiða,“ Sagði Schiff. „Hver er greiðinn? Hann er auðvitað að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Að rannsaka Biden-feðgana.“Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenSchiff sagði ljóst að Zelensky hafi áttað sig á því við hverju Trump bjóst við af honum og hafi reynt að koma sér undan því. „Það sem bætir öðru lagi siðspillingar er að forsetinn vísar til Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einkalögmanns síns, sem sendiboða sína.“SCHIFF: "What those notes reflect is a classic mafia-like shakedown of a foreign leader ... This is how a mafia boss talks. 'What have you done for us? We've done so much for you, but there isn't much reciprocity.'" pic.twitter.com/7rWC0TX2Je — Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Seinna á blaðamannafundinum var Schiff spurður út í yfirlýsingu Hvíta hússins um að uppritið sýni að hvorugur forsetinn hafi minnst á hundruð milljóna hernaðaraðstoð sem Trump hafði skömmu áður komið í veg fyrir að bærist til Úkraínu. Schiff vísar aftur til þess að Trump hafi beðið Zelensky um greiðan eftir að sá úkraínski nefndi þörf Úkraínu á hernaðaraðstoð. „Það voru aðeins ein skilaboð sem forseti Úkraínu fékk frá þessum fundi. Það var: „Þetta er það sem ég þarf. Ég veit hvað þú þarft.“ Eins og hver annar mafíósi, þá þurfti forsetinn [Trump] ekki að segja: „Þetta er flott land sem þú átt. Það væri skömm ef eitthvað kæmi fyrir það.“ Það var ljóst frá samtali þeirra.“ „Það þarf ekki endilega greiða fyrir greiða til að svíkja þjóð þína eða embættiseið þinn. Jafnvel þó margir lesi þetta þannig,“ sagði Schiff og bætti við að Trump hefði gert það augljóst til hvers hann ætlaðist og sendimenn hans hefðu gert það sömuleiðis. „Úkraínumenn vissu hvað þeir þurftu að gera til að fá hernaðaraðstoð og það var að hjálpa forseta Bandaríkjanna að brjóta embættiseið sinn.“JOURNO: The WH says this proves there was no quid pro quo b/c withheld military aid never came upSCHIFF: The president of Ukraine brought up his country's need for military assistance & immediately after POTUS said, 'I have a favor I want to ask of you' & would not let it go pic.twitter.com/GNZVW3BdWe— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06