Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 30. september 2019 08:00 Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Netöryggi Varnarmál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun