Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 22:08 Gunnhildur í baráttunni í kvöld vísir/vilhelm Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira