Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. Vísir greindi frá því í gær að enginn bankanna þriggja hefði brugðist við síðustu stýrivaxtalækkun. Stýrivextir hafa ekki verið lægri á öldinni. Fulltrúar allra bankanna sögðu þó að það væri til skoðunar.
Íslandsbanki lækkar fasta vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,15 prósentustig. Bílalán og bílasamningar lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir lækka um 0-0,25 prósentustig.
Samanburð á vöxtum lána bankanna og lífeyrissjóða má bera saman t.d. á Aurbjörg.is.
Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega samkvæmt upplýsingum úr bankanum í gær. Þá er Arion banki að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum.
Íslandsbanki lækkar vexti

Tengdar fréttir

Bankarnir boða breytingar á vöxtum
Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi.

Snarpur samdráttur í útlánum bankanna verulegt áhyggjuefni
Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til.